Aðild að Fjölskyldufræðingafélagi Íslands - fagfólks í fjölskyldumeðferð geta átt:
Þeir sem hafa lokið þriggja ára háskólanámi með tveggja ára samfelldu framhaldsnámi í fjölskyldumeðferð.
Þeir sem hafa annars konar menntunargrunn og hafa lokið námi í fjölskyldumeðferð með diplómu eða staðfestingu og unnið við fjölskyldumeðferð. Hér er um að ræða menntunarkosti áður en námið komst á háskólastig.
Nemar í fjölskyldumeðferð geta gerst aukaaðilar að félaginu með málfrelsi og tillögurétt með því að greiða hlutagjald.
Allir núverandi félagsmenn eiga fulla aðild að félaginu fyrir utan þá sem hafa nemaaðild. Þegar löggilding fæst verður félagsaðild skilgreind að nýju. Umsókn um aðild að félaginu skal vera skrifleg, sama gildir um úrsögn úr félaginu.
Hafi félagsmaður ekki greitt árgjald til félagsins í eitt ár samfleytt án gildra ástæðna, sem hann gerir stjórn grein fyrir, telst hann ekki lengur félagsmaður, enda hafi hann áður verið krafinn um greiðslu.
Félagsmenn sem hafa náð 70 ára aldri þurfa ekki að greiða félagsgjald.
Árgjaldið er 6.000.- kr. Nemagjald er 3.500.- kr.
Stjórn FFFÍ stefnir að því að svara umsóknum eins fljótt og auðið er en áskilur sér rétt til fjalla um umsóknir í allt að þrjá mánuði áður en þeim verður endanlega svarað.