Af hverju Fjölskyldumeðferð?
Fáðu faglega aðstoð
Fjölskyldumeðferð er fyrir þá sem vilja fá faglega aðstoð til að takast á við margvísleg verkefni fjölskyldunnar ásamt samskiptavanda, sem getur komið upp í fjölskyldum og finna lausnir.
Hjóna- og parameðferð
Fjölskyldumeðferð getur bjargað hjónaböndum og parsamböndum. Ef það tekst ekki þá getur fjölskyldumeðferð stuðlað að farsælu skilnaðarferli.
Fjölskyldan er það mikilvægasta
Fjölskyldumeðferð
leggur áherslu á að fjölskyldan er áhrifamesta eining þjóðfélagsins hvað varðar
mótun tilfinningaþroska, samskiptafærni og grunngildi hvers einstaklings.
fjölskyldumeðferð er hreyfiafl
Fjölskyldumeðferð hjálpar fólki til að tala saman, jafnvel fólki sem hefur ekki talast við í vikur, mánuði eða ár.
Enginn maður er eyland
Fjölskyldumeðferð leggur áherslu á að vandi einstaklings hefur áhrif á alla fjölskylduna og að fjölskyldan hefur áhrif á einstaklinginn.
Fjölskyldumeðferð er gagnreynd aðferð
Fjölskyldumeðferð er gagnreynt og árangursríkt meðferðarúrræði (Evidence-based practice) þegar t.d. tekist er á við: líkamleg og andleg veikindi, áföll af ýmsum toga, sorgarferli, barnauppeldi, ágreining af ýmsu tagi, kynlífsvandamál og breytt fjölskyldumynstur í kjölfar skilnaðar.

Fjölskyldufræðingafélag Íslands hefur óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra. Það er gleðilegt að segja frá því að aðstoðarmaður ráðherra hefur þegar móttekið erindið og stefnt er að fundi þegar nær dregur hausti.

Á alþjóðlegum degi fjölskyldunnar hélt Fjölskyldufræðingafélag Íslands morgunverðarfund í safnaðarheimili Langholtskirkju. Á fundinum mátti greina þann fjölbreytta hóp fjölskyldufræðinga og störf þeirra. Erindin fjölluðu um mjög víðtæka þjónustu sem fagaðilar innan hópsins sinna. Fjölskyldufræðingar veita fjölskyldum hjálp í margvíslegum aðstæðum.
Framhaldsaðalfundur Fjölskyldufræðingafélags Íslands - fagfólks í fjölskyldumeðferð fór fram 2. nóvember sl. Megin tilgangur þess fundar var umræða og atkvæðagreiðsla um þær lagabreytingar sem lágu fyrir. Góð og gagnleg umræða skapaðist og greinilegur hugur var í fundarmönnum um að þétta raðir fjölskyldufræðinga og sækja fram hvað varðar okkar störf og þá þjónustu sem við veitum. Nýtt nafn á félaginu er Fjölskyldufræðingafélag Íslands - fagfólks í fjölskyldumeðferð og ný lög félagsins er hægt að finna hér
Í tilefni alþjóðlegs dags fjölskyldunnar þá heldur FFFÍ morgunverðarfund með spennandi erindum fjölskyldufræðinga. Staðsetning morgunverðarfundar er Safnðarheimili Langholtskirkju og tímasetning er frá 8:30 - 10:30.
Aðalfundur FFF verður haldinn þriðjudaginn 12. september kl. 16:30 í Borgartúni 6, 3. hæð. Fundarborð var sent félagsmönnum í tölvupósti dags. 28. ágúst sl. Sjáumst hress á aðalfundi!
Our aim is to open the best possible meeting point for all of us where you can take the most interesting part of therapy home with you to develop and empower your own way of doing therapy.
FFF vekur athygli á að þann 15. maí nk. er alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar. FFF stefnir að því í framtíðinni að vekja athygli á þessum merkisdegi með einum og öðrum hætti.
Fróðleikur
Ýmiskonar fróðleikur um málefni tengd fjölskyldum og fjölskyldumeðferð
Finndu fjölskyldufræðing
Við fjölskyldumeðferð starfar fjöldinn allur af fagfólki með þverfaglegan bakgrunn
Umsókn um aðild
Umsókn um aðild að Fjölskyldufræðingafélagi Íslands