• Heim
  • Félagið
    • Saga félagsins
    • Stjórn félagsins
    • Lög félagsins
    • Siðareglur félagsins
    • Innlent samstarf
    • Erlent samstarf
    • Myndir
  • Fróðleikur
    • Greinar um fjölskyldumeðferð
    • Ráðstefnur í fjölskyldumeðferð
    • Áhugaverðar vefsíður um fjölskyldumeðferð
  • Menntun og löggilding
    • Menntun fjölskyldufræðinga
    • Stefnt er að löggildingu fagsins
  • Finndu fjölskyldufræðing
    • Höfuðborgarsvæðið
    • Norðurland
    • Suðurland
    • Reykjanes
  • Umsókn um aðild
  • Heim
  • Félagið
  • Fróðleikur
  • Menntun og löggilding
  • Finndu fjölskyldufræðing
  • Umsókn um aðild
  • fjol

    Fjölskyldufræðingafélag Íslands - fagfólks í fjölskyldumeðferð

  • Heim
  • Menntun og löggilding
  • Menntun fjölskyldufræðinga
  • Menntun fjölskyldufræðinga
  • Stefnt er að löggildingu fagsins
  • Heim
  • Menntun og löggilding
  • Menntun fjölskyldufræðinga

Fjölskyldufræðingar eru með fjölbreyttan bakgrunn, og fólk úr ýmsu framhaldsnámi farið í fjölskyldumeðferð. Árið 2009 var í fyrsta sinn boðið upp á nám í fjölskyldumeðferð á meistarastigi á Íslandi og nú er námið kennt í Endurmenntun Háskóla Íslands. 

Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar að láni af vefsóð Endurmenntunar Háskóla Íslands. Sjá nánari upplýsingar á www.endurmenntun.is: 

Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Félag fagfólks í fjölskyldumeðferð og Rannsóknarstofu í barna-og fjölskylduvernd.
Námið er ætlað einstaklingum sem lokið hafa háskólanámi í heilbrigðis- eða félagsvísindum og starfa á sviði fjölskylduþjónustu, fræðslu, stuðnings og meðferðar. Krafist er þriggja ára grunnmenntunar á háskólastigi (t.d. BA) á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda eða annarar sambærilegrar menntunar.
Auk þess skulu umsækjendur:
• Hafa að lágmarki tveggja ára starfsreynslu á heilbrigðis- eða félagsvísindasviði.
• Hafa verið í handleiðslu og/eða eigin meðferð. Ef umsækjandi hefur orðið fyrir áfalli og hefur ekki leitað sér faglegrar aðstoðar eða er að kljást við andlega-eða samskiptaerfiðleika, er gerð krafa um að viðkomandi sæki að lágmarki sex meðferðartíma á fyrra ári námsins, hjá sérfræðingi.
• Vera í starfi sem lítur að heilbrigðis- eða félagsvísindasviði á meðan á námi stendur.
• Hafa samþykki yfirmanns og/eða stofnunar til að stunda námið samhliða starfi og nota efnivið úr starfi.
Allir umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði verða boðaðir í viðtal.

Fjölskyldumeðferð er meðferð þar sem tekið er mið af áhrifamætti fjölskyldu-heildarinnar og velferð hennar höfð að leiðarljósi. Þessi skilgreining byggist á hugmyndinni um fjölskyldu sem kerfi og vitund um að þegar einstaklingur breytist hefur það áhrif í fjölskyldutengslunum og öfugt, að hver einstaklingur verður fyrir áhrifum af því sem gerist í lífi annarra í sömu fjölskyldu eða tengslaneti. Það er metið eftir aðstæðum og í samráði hvenær og hverjir taka beinan þátt í meðferðinni.

Markmið
Markmið námsins er að koma til móts við þörfina fyrir sérhæfða þekkingu á sviði fjölskyldumeðferðar og að efla fjölskyldunálgun í félags- og heilbrigðisþjónustu.
Í náminu öðlast nemendur fræðilega og hagnýta þekkingu í fjölskyldufræðum ásamt klíniskri færni.

Að loknu námi munu nemendur meðal annars hafa
• Þekkingu á fræðilegri þróun fjölskyldumeðferðar og kenningagrunni
• Persónulega og faglega færni til að veita fjölskyldumeðferð
• Geta beitt faglegri þekkingu í gagnvirkri (reflective) greiningar- og meðferðarvinnu
• Færni til að finna lausnamunstur í samskiptakerfum
• Þekkingu á þróun íslenskra fjölskyldna og aðstæðum þeirra í dag
• Innsýn í rannsóknarniðurstöður um lýðheilsu (health statistics) og fjölskylduheilbrigði (family health)

  • Fjölskyldufræðingafélag Íslands
  • fjolskyldumedferd@fjolskyldumedferd.is
  • 8624804