Fjölskyldufræðingafélag íslands - fagfólks í fjölskyldumeðferð (fffí)
Stofnfundur félagsins var haldinn í Tæknigarði 24. maí 1994.
4. apríl 1995 var haldinn opinn kynningarfundur og á þeim fundi var kosin stjórn og drög að lögum félagsins samþykkt.
Fyrsti stjórnarfundur var haldinn 30. maí 1995.
Fyrsti formaður félagsins var Hrefna Ólafsdóttir. Hrefna var formaður til ársins 2000. Á V. Norrænu ráðstefnu fjölskyldufræðinga í Finnlandi, samþykkti Hrefna að halda næstu Norrænu ráðstefnuna hér á landi. Hrefna varð að segja af sér vegna veikinda en Ludvig Larusson fjölskyldufræðingur og sálfræðingur var þá kjörin formaður.
Ásamt þáverandi stjórn, þ. e. Toby S. Herman, Helgu Þórðardóttur og Björgu Karlsdóttur, skipulagði Lúðvíg VI. Norrænu ráðstefnuna hér á landi og tókst hún í alla staði vel. Lúðvíg sagði af sér vegna anna og tók Toby Sigrún, þá varaformaður við af honum.
Hún var síðan kosin formaður til tveggja ára á aðalfundi félagsins 2004 en sagði af sér til að sinna formennsku í IFTA frá 1 júlí 2005.
Helga Þórðardóttir tók við og Sæmundur Hafsteinsson var settur varaformaður og næsti formaður. Sæmundur sagði af sér og var Freydís J Freysteinsdóttir skipuð í stað hans.
Stjórn FFF og IFTA unnu saman að sameiginlegri alþjóðlegri ráðstefnu sem var haldin hér á landi í október 2006. Hingað komu margir þekktir fyrirlesarar, m.a. Insoo Kim Berg og Tom Andersen sem eru nú bæði látin.
Þuríður Hjálmtýsdóttir var næsti formaður til 2014 er Henný Hraunfjörð tók við til 2016.
Fyrirhuguð er Norræn ráðstefna á Íslandi 31. maí -3. júní 2017.
Núverandi stjórn: Bragi Skúlason, formaður, Björg Karlsdóttir, gjaldkeri, Þuríður Hjálmtýsdóttir, ritari, Þorleifur Kr. Níelsson, meðstjórnandi og aðili að löggildingarhópi.