• Heim
  • Félagið
    • Saga félagsins
    • Stjórn félagsins
    • Lög félagsins
    • Siðareglur félagsins
    • Innlent samstarf
    • Erlent samstarf
    • Myndir
  • Fróðleikur
    • Greinar um fjölskyldumeðferð
    • Ráðstefnur í fjölskyldumeðferð
    • Áhugaverðar vefsíður um fjölskyldumeðferð
  • Menntun og löggilding
    • Menntun fjölskyldufræðinga
    • Stefnt er að löggildingu fagsins
  • Finndu fjölskyldufræðing
    • Höfuðborgarsvæðið
    • Norðurland
    • Suðurland
    • Reykjanes
  • Umsókn um aðild
  • Heim
  • Félagið
  • Fróðleikur
  • Menntun og löggilding
  • Finndu fjölskyldufræðing
  • Umsókn um aðild
  • fjol

    Fjölskyldufræðingafélag Íslands - fagfólks í fjölskyldumeðferð

  • Heim
  • Félagið
  • Lög félagsins
  • Saga félagsins
  • Stjórn félagsins
  • Lög félagsins
  • Siðareglur félagsins
  • Innlent samstarf
  • Erlent samstarf
  • Myndir
  • Heim
  • Félagið
  • Lög félagsins

Lög Fjölskyldufræðingafélags Íslands – fagfólks í fjölskyldumeðferð (FFFÍ)

1. grein
Félagið heitir Fjölskyldufræðingafélag Íslands – fagfólks í fjölskyldumeðferð, skammstafað FFFÍ og er starfssvæði þess allt landið. Lögheimili og varnarþing er í Reykjavík.

2. grein
Tilgangur félagsins er að:
  1. Vera fagfélag fjölskyldufræðinga og standa vörð um hagsmuni þeirra.
  2. Vinna að löggildingu starfsheitis fjölskyldufræðinga.
  3. Styðja við rannsóknir og aðra faglega þróun í fjölskyldumeðferð.
  4. Efla þekkingu og skilning samfélagsins á starfi fjölskyldufræðinga.
  5. Styðja við samvinnu fjölskyldufræðinga innanlands sem utan.
3. grein
Aðild að félaginu geta átt:
  1. Þeir sem hafa lokið þriggja ára háskólanámi með tveggja ára samfelldu framhaldsnámi í fjölskyldumeðferð.
  2. Þeir sem hafa annars konar menntunargrunn og hafa lokið námi í fjölskyldumeðferð með diplómu eða staðfestingu og unnið við fjölskyldumeðferð. Hér er um að ræða menntunarkosti áður en námið komst á háskólastig.
  3. Nemar í fjölskyldumeðferð geta gerst aukaaðilar að félaginu með málfrelsi og tillögurétt með því að greiða hlutagjald.
  4. Allir núverandi félagsmenn eiga fulla aðild að félaginu fyrir utan þá sem hafa nemaaðild. Þegar löggilding fæst verður félagsaðild skilgreind að nýju. Umsókn um aðild að félaginu skal vera skrifleg, sama gildir um úrsögn úr félaginu.
  5. Hafi félagsmaður ekki greitt árgjald til félagsins í eitt ár samfleytt án gildra ástæðna, sem hann gerir stjórn grein fyrir, telst hann ekki lengur félagsmaður, enda hafi hann áður verið krafinn um greiðslu.
  6. Félagsmenn sem hafa náð 70 ára aldri þurfa ekki að greiða félagsgjald.
4. grein
  1. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda í mars ár hvert og til hans skal boða skriflega með minnst 14 daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur, sé löglega til hans boðað án tillits til mætingar. Boða skal til aukaaðalfundar ef formaður, meirihluti stjórnar eða a.m.k. þriðjungur félagsmanna krefst þess skriflega og leggur fram tillögu að dagskrá. Aðalfundur er opinn öllum félagsmönnum. Atkvæðisrétt hafa félagar sem greitt hafa árgjald.
  2. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn. Í stjórn sitja fimm félagsmenn og tveir til vara. Formann skal kjósa sérstaklega til tveggja ára í senn en tveir stjórnarmenn eru kosnir á aðalfundi til tveggja ára og einn varamaður til tveggja ára. Aðalmenn skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund, þ.e. varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Stjórnarmenn geta mest setið í stjórn í sex ár samfleytt nema aðalfundur ákveði annað. Varamenn skulu fá fundarboð á stjórnarfundi til jafns við aðalmenn.
  3. Aðalfundur kýs tvo skoðunarmenn reikninga til tveggja ára.
  4. Ef fleiri en einn er í kjöri í embætti á vegum félagsins skal kosning vera skrifleg.
  5. Fastanefnd um löggildingu starfar frá aðalfundi 2017. Í henni skulu sitja fimm félagsmenn, þar af tveir úr stjórn og þrír kjörnir á aðalfundi.
  6. Fræðslunefnd þriggja félagsmanna kjörnum á aðalfundi fer með undirbúning fræðslu á vegum félagsins í samráði við stjórn félagsins.
  7. Stjórn félagsins fer með málefni þess milli aðalfunda, annast fjárreiður og vinnur að framkvæmd samþykkta sem gerðar eru á aðalfundi.
5. grein
Dagskrá aðalfundar:
  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar um starf félagsins á liðnu starfsári og borin upp til samþykktar.
  3. Endurskoðaður ársreikningur næstliðins almanaksárs kynntur og lagður fram til samþykktar.
  4. Lögð fram mál og tillögur ásamt kostnaðaráætlun.
  5. Skipað í nefndir aðalfundar.
  6. Umræða og afgreiðsla mála.
  7. Ákvörðun félagsgjalda.
  8. Lagabreytingar.
  9. Kosningar samkvæmt lögum félagsins.
  10. Önnur mál.
6. grein
Stjórn fer með umboð félagsins útávið. Verkefni stjórnar eru eftirfarandi:
  1. Að sjá til þess að félagið þjóni sem best tilgangi sínum, sjá 2. grein.
  2. Að framkvæma verkefni sem aðalfundur hefur ákveðið.
  3. Afgreiða umsóknir um aðild.
  4. Tilnefna framkvæmdaaðila til sérstakra verkefna.
  5. Fara með fjármuni félagsins.
Stjórn velur varaformann og skiptir með sér verkum. Hún er ákvörðunarhæf þegar minnst þrír stjórnarmenn eru til staðar. Ákvarðanataka fer fram með einfaldri atkvæðagreiðslu. Séu atkvæði jöfn hefur formaður úrslitaákvörðun. Stjórn gerir grein fyrir verkum sínum á aðalfundi og leggur fram viðeigandi gögn. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Ársreikningur skal áritaður af stjórn og skoðunarmönnum félagsins. Starfsár stjórnar er frá aðalfundi til aðalfundar.
7. grein
Tillögur til lagabreytinga skulu vera komnar fram fyrir eindaga sem stjórnin ákveður hverju sinni og skulu þær kynntar félagsmönnum í fundarboði aðalfundar. Breytingar á lögum þurfa samþykki ⅔ hluta fundarmanna.
8. grein
Félagið setur sér siðareglur sem fylgja lögum þessum. Stjórn félagsins skipar nefnd til að vinna að siðareglum félagsins. Siðareglur eru samþykktar á aðalfundi.
9. grein
  1. Félaginu verður slitið ef tillaga þess efnis er samþykkt á aðalfundi með ¾ hlutum greiddra atkvæða. Aðalfundur ráðstafar þá eignum félagsins til góðgerðarsamtaka í þágu fjölskyldna.
  2. Bráðabirgðaákvæði (gildir eingöngu á aðalfundi 2017) Á aðalfundi 2017 skulu tveir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára og tveir til eins árs og einn varamaður til tveggja ára og einn til eins árs.
Þannig samþykkt á framhaldsaðalfundi Fjölskyldufræðingafélags Íslands 2. nóvember 2017.

  • Fjölskyldufræðingafélag Íslands
  • fjolskyldumedferd@fjolskyldumedferd.is
  • 8624804